Þín útivist, þín ánægja

Sent heim eða sækja í búð

Þegar vara er pöntuð á netinu eru gefnir upp valmöguleika sem leyfa þér að velja á milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja vöru í næstu búð. Ef valið er að sækja vöruna þá verður pöntunin afhend í Icewear Magasín á Laugavegi 91. Þegar valið er að fá vöruna senda heim að dyrum erlendis og þá þarf að panta af www.icewear.is/en/ munu vörurnar vera sendar með flugi í gegnum DHL Express. Ef pantað er að fá vöruna senda heim á Íslandi þá mun varan vera send með íslenska póstinum. Við gerum okkar besta við að afgreiða pantanir sólarhring eftir að þær berast, ef pantað er eftir hádegi á föstudegi þá mun sú pöntun vera afgreidd á mánudeginum eftir helgi.

Sendingarkostnaður og afhendingartími

Sendingar innanlands berast ókeypis heim að dyrum eða í næsta pósthús.

Kostnaður þess að fá sent erlendis ef pantað er á www.icewear.is/en/ er €22. Afhendingartími pakka tekur yfirleitt 3-5 virka daga.

Hafðu samband

Vinsamlegast hafðu samband við starfsfólk vefverslunar Icewear í gegnum vefpóst: support@icewear.is ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi hvaða flutningarleiðir eru farnar eða hvernig þú getur fylgst með sendingunni þinni.