Fatnaður einangruð með íslenskri ull

Loading...
 


Útivistarlína einangruð með íslenskri ull

Útivistarlína Icewear er vistvænn kostur, en einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar gefa góða öndun, hrinda frá sér vatni og gefa stöðugan varma við síbreytilegar aðstæður við útivist. Útivistarlínan samanstendur af úrvali af úlpum, jökkum, vestum, buxum og aukahlutum, allt einangrað með með íslenskri ull.

Íslenska sauðkindin er einstök og hefur lifað af síbreytilegt íslenskt veðurfar í gegnum aldirnar. Íslenska ullin samanstendur af grófu togi og fíngerðu þeli sem andar vel og hrindir frá sér raka. Eiginleikar ullarinnar gefa stöðugan varma sem nýtist í einangrun í nýrri útivistarlínu Icewear. Ullarfyllingin er nýsköpun þar sem íslenskra ullin er í fyrsta skipti notuð sem einangrun í útivistarflíkur. Íslenska ullarfyllingin í flíkum Icewear er í mismunandi þykktum sem henta hver um sig við fjölbreyttar aðstæður og mismunandi notkun.

ullarjakki