Þín útivist, þín ánægja

Icewe­ar tek­ur við rekstri Vit­ans

Icewear og Hafnarsamlag Norðurlands hafa gert 5 ára samning um rekstur og umsjón Vitans, þjónustumiðstöðvar fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Akureyri.

Einnig hefur Icewear opnað nýja og glæsilega verslun á Skólavörðustíg 38. Þar mun opna minjagripaverslun undir heitinu Icemart í anda verslanna okkar á Laugavegi 89 og Laugavegi 1.

Fyrir rekur Icewear / Drífa ehf þjónustumiðstöðina á Skarfabakka í Reykjavík og einnig tólf verslanir um land allt m.a. í miðbæ Akureyrar.

Vöruúrval Vitans verður í grunninn sambærilegt því sem þar er boðið upp á við Skarfabakka þ.e. útivistarfatnaður, íslenskar ullarvörur og mikið úrval af minjagripum. Einnig verður í boði íslensk matvara, handverk og aðrar vörur sem keyptar eru af heildsölum eða handverksfólki.

Icewear mun einnig þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki, bílaleigur, rútufyrirtæki og önnur ferðaþjónustufyrirtæki um sölu á ferðum og þjónustu til farþega á staðnum.