Black Sheep Collection fæst í Kringlunni, Smáralind, Fákafen og á Laugavegi 91
X

Flottur barnafatnaður á frábæru verði

Pollaföt fyrir börn

Pollagallar eru nauðsynlegir þegar pollarnir myndast og ekki hægt annað en hlaupa til og hoppa í þá. Í góðum pollafötum má jafnvel skríða í pollunum og busla svolítið með skóflunni. Létt og lipur regnföt henta vel fyrir eldri og virkari krakka sem finna ævintýri alls staðar sama hvernig viðrar. Í þægilegum regnfötum er hægt að velta sér í blautu grasinu og klifra upp í tré, ekkert stoppar skemmtileg börn í góðum regnfötum.

 

Góð regnföt fyrir börnin

Sumarið er komið, dagarnir lengjast og þá er mikilvægt að klæða börnin í góð útiföt sem henta við allar aðstæður, hvort sem þau eru á leið í leikskólann, í sumarbústaðinn eða í fjöruferð. Öll börn þurfa að eiga góðan regnfatnað til að verjast rigningu og roki. Þegar dagarnir lengjast, er gott að eiga hlýja og létta flíspeysu til að smella sér í þegar kólnar í veðri.

Hjá Icewear erum við ekki með sér barnafataverslun, en erum samt með gott úrval af regngöllum og pollagöllum, vindbuxum og vindjökkum fyrir börnin. Það er ekkert gaman að fá barnið inn eftir að hafa eytt góðum tíma í sandkassanum þegar hálfur sandkassinn fylgir barninu inn í stofu. Þess vegna mælum við með að klæða þau í regnbuxur eða vindbuxur, sem auðvelt er að bursta eða skola sandinn af. Yngri börnum finnst ekkert mál að klæða sig í góðar regnbuxur og regnjakkar og svo eitthvað hlýtt undir. Eftir að bornin eldast getur verið meira mál að að senda þau út í regngalla. Hjá Icewear eru því einnig flottar regnkápar fyrir þau sem eru kröfuharðari.

Icewear býður upp á regnföt fyrir blautu dagana, auk þess að þar er úrval af húfum, vettlingum og fleiru sem barnið þitt þarfnast.