Þín útivist, þín ánægja

Regnfatnaður fyrir íslenska veðráttu

Eins og við Íslendingar vitum getur íslenska veðrið verið harkalegt á köflum. Yfirleitt rignir ekki beint niður, eins og oft erlendis, heldur lemur regnið okkur á hlið og úr öllum áttum. Regnhlíf dugar ekki hér. Það er því nauðsynlegt að eiga góð regnföt til að skýla okkur fyrir vatni og vindum þessa daga þegar okkar dásamlega alíslenska veður sýnir hvað í því býr.

Fyrir suma er nóg að eiga góða regnkápu til smella sér í fyrir styttri ferðir, rölt niður Laugaveginn eða einfaldlega til komast þurr til og frá bílnum.

 

 

 
 

Fyrir lengri útivist er svo gott að eiga regnjakka og regnbuxur sem hlífir okkur vel fyrir ágengri rigningunni við hvers kyns afþreyingu hvort sem stefnan er tekin upp í fjallshlíðar eða jafnvel þegar farið er um nágrennið að „plokka“.

 

Mía vind og vatnsheld fyrir konur


Mjög léttur og þægilegur jakki sem er gerður úr 2ja laga efni. Mjúkur viðkomu að utanverðu með endingargóðri vatnsvörn, fóðraður að innanverðu með hátækni filmu sem andar mjög vel og tryggir að þú haldist þurr.

 • Vind og vatnsheld
 • Andar vel
 • Sportlegt snið
 

Már léttur jakki fyrir men

Vatnsheldir rennilásar á vösum og hetta sem hægt er að þrengja koma að góðum notum á rigningardögum.

 • Tveggja laga regnjakki
 • 3 litir
 • Andar vel

Brim vatns- og vindheldir jakkar

Fyrir karlar og konur

Nútímaleg útfærsla af klassískum regnjakka sem er einfaldur, hentugur og þægilegur. Jakkinn fellur vel yfir mjaðmirnar og er þægilega víður svo auðveldlega má klæðast ullarpeysu undir.

Jakkinn er gerður úr vatnsþéttu efni og tilvalið að hafa hann með í ferðalagið ef skyldi rigna.

Áföst hetta með reim

 • Smellur á vösum
 • Bræddir saumar
 • Vind- og vatnsþétt
 

Nanna regnfatnaður fyrir konur

Þriggja laga harðskelja jakki, anorakkur og buxur í mörgum litum.

Léttur fjölnota jakki sem hentar jafnt á borgarstrætum sem uppi á fjallatindum. Léttur og meðfærilegur svo hann tekur ekki mikið pláss í bakpoka þegar hans er ekki þörf. 

Þriggja laga efnið hleypir út raka en að utanverðu heldur Teflon ™ DWR-efnismeðferð rigningu frá. Til að lofta betur hefur jakkinn rennilása bæði undir örmum og að framan. 

Njáll regnfatnaður fyrir men

Þriggja laga harðskelja jakki, anorakkur og buxur.

 • Snið sem veitir rými fyrir föt undir
 • Stillanleg teygja í hettu 
 • Brjóstvasi með rennilás og hanskavasi að innanverðu
 • Handvasar með rennilás
 • Hægt að þrengja ermafalda
 • Rennilásar í armakrika
 • Rennilás í báðar áttir að framan
 • Áfast endurskin við ermafalda, W/P 10.000 mm – B/R 10.000 gm2/24h