Þín útivist, þín ánægja

Icewear opnar glæsilega Icewear Magasín verslun í Smáralind í dag miðvikudaginn 10. október og er það fyrsta verslunin sem fyrirtækið opnar í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu.

Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Áhersla Icewear hefur ávallt verið á íslenska hönnun fyrir íslenskar aðstæður á góðu verði enda er útivist fyrir alla.

Verslunum Icewear hefur fjölgað hratt og vöruúrvalið hefur vaxið mikið með enn fjölbreyttari útivistarlínu sem höfðar nú til breiðari hóps. Icewear býður upp á fatnað fyrir alla fjölskylduna við öll tilefni og hefur ný barnalína Icewear fengið góðar viðtökur enda hentar hún vel í kuldanum.

Aðaláhersla Icewear Magasín hefur verið á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum. Icewear Magasín verslunin í Smáralind sker sig frá öðrum verslunum Icewear í vöruvali en þar er einnig að finna úrval af öðrum vörumerkjum samhliða Icewear. Má þar nefna gæða merki eins og skandinavíska framleiðandann Helly Hansen, ítölsku útivistarmerkin Salewa og Asolo skóframleiðandann.

“Icewear hefur verið einn stærsti aðilinn á ferðamannamarkaði undanfarin ár og við erum mjög spennt yfir því að taka þetta skref inn á íslenska markaðinn núna. Vörulínan hefur verið þróuð með það í huga og það verður gaman að fylgjast með viðtökunum.

Það er mjög mikilvægt fyrir Icewear Magasín að opna verslun á svona góðum stað þar sem við nálgumst enn frekar okkar markhóp sem þegar á leið um verslunarmiðstöðina Smáralind. Úrvalið af verslunum og þjónustu í Smáralindinni hentar okkar viðskiptavinum vel og ég er nokkuð viss um að sá hópur á eftir að fara ört stækkandi.” Segir Aðalsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Icewear.

Starfsfólk Icewear Magasín leggur upp með að þjónusta vel alla þá sem sækjast eftir góðri útivistarvöru á góðu verði. Icewear stuðlar að aukinni útivist fyrir alla og “þín útivist – þín vellíðan” á vel við enda er útivist góð fyrir líkama og sál.

Í Icewear Magasín verða skemmtileg opnunar-tilboð og því er vel þess virði að kíkja í Smáralindina.

Verið velkomin

“þín útivist – þín vellíðan”