Laugavegur 91

Í Icewear Magasín má fá úrval af fatnaði frá ýmsum heimsþekktum vörumerkjum, svo sem Helly Hansen, Adidas, Nike, Salewa, Asolo, Kamik og Don Cano, auk okkar eigin vörumerkis Icewear. Icewear Magasín er á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Smáralind og Laugavegi 91.

 

Búnaður Vinsælast

Sjá allt úrvalið af Búnaður

Það er mikil upplifun að versla hjá Icewear Magasín, þar sem úrvalið er gríðarlegt og finna má hágæða vörur frá ýmsum heimsþekktum vörumerkjum sem henta í alla útivist, en einnig íþróttavörur og "streetwear".

Á Laugavegi 91 er búðin á þremur hæðum þar sem hver hæð hefur sinn eigin sjarma. Í kjallaranum finnur þú streetwear og íþróttafatnað. Á jarðhæðinni er mikið úrval af alls kyns ullarvörum og auðvelt að týnast í þjóðlegri stemningu, en þar er jafnframt mikið úrval af fatnaði fyrir börn. Á leiðinni upp á aðra hæð má finna frábæra Don Cano fatnaðinn sem fyllti alla fataskápa á Íslandi á níunda áratugnum og er nú loksins fáanlegur aftur, nema flottari ef eitthvað er. Efsta hæðin er síðan stútfull af útivistarvörum, hvort sem þig vantar fatnað, skó, tjöld, bakpoka, eða annan búnað. Þú finnur það allt hjá Icewear Magasin. Á efstu hæðinni má einnig finna outlet og þar má jafnan gera mjög góð kaup.

Icewear Magasín leggur metnað sinn í að bjóða upp á fatnað, skó og útivistarbúnað sem lætur þér líða vel. Kíktu til okkar, við tökum vel á móti þér.