Þín útivist, þín ánægja

Yfirlýsing frá Icewear vegna eldsvoða í höfuðstöðvum fyrirtækisins

Reykjavík, 9. apríl 2018.

Starfsfólki Icewear langar að koma á framfæri kærum þökkum fyrir veittan stuðning til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg eftir að gríðarlegur eldsvoði varð í höfuðstöðvum fyrirtækisins þann 5. apríl síðastliðinn. Þá viljum við þakka Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sérstaklega fyrir skjót og góð viðbrögð og óeigingjarna vinnu við virkilega erfiðar aðstæður. Starfsfólk, og fjöldi annarra einstaklinga og fyrirtækja, varð skiljanlega fyrir miklu áfalli og má þakka fyrir að ekki urðu frekari slys á fólki. Viðbragðsaðilar stóðu sig eins og best verður á kosið. Fyrir það erum við einstaklega þakklát.

Um leið viljum við hjá Icewear koma því á framfæri til viðskiptavina Icewear að allar verslanir Icewear eru opnar með eðlilegum hætti og daglegur rekstur þeirra heldur áfram í óbreyttri mynd, fyrir utan verslunina sem var í Miðhrauni.

Starfsfólk Icewear hefur þegar brugðist hratt og vel við því að flýta framleiðsluferli á nýjum vörum og hraða með öllu móti afhendingarferli frá birgjum til þess að tryggja gott vöruúrval í verslunum og á heildsölusviði Icewear.

Icewear þakkar allan þann velvilja sem einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt í verki við að koma fyrirtækinu hratt og vel af stað aftur.


Kærar þakkir!
Starfsfólk Icewear og Drífu ehf.


Icewear logo