Þín útivist, þín ánægja

Flottur barnafatnaður á frábæru verði

Sumarið er loksins að koma, nú fer að verða óhætt að setja kuldagallann inn í skáp og taka fram létt og þægileg útiföt sem jafnframt veita skjól fyrir regni og vindi. Vorið er komið og dagarnir lengjast og þá er mikilvægt að klæða börnin í góð útiföt sem henta við allar aðstæður hvort sem þau eru á leið í leikskólann, í sumarbústaðinn eða í fjöruferð.

Pollagallar eru nauðsynlegir þegar pollarnir myndast og ekki hægt annað en hlaupa til og hoppa í þá. Í góðum pollafötum má jafnvel skríða í þá og busla svolítið með skóflunni.

Létt og lipur regnföt henta vel fyrir eldri og aktívari krakka sem finna ævintýrin alls staðar sama hvernig viðrar. Í þægilegum regnfötum er hægt að velta sér í blautu grasinu og klifra upp í tré, ekkert stoppar skemmtileg börn í góðum regnfötum.

 

 

 
 
 

Garri pollagalli fyrir börn

Ófóðraður pollagalli, smekkbuxur, jakki og einnig anorakkur. Pollafötin eru vatnsheld og án Phthalates-efna. Teygja fremst á ermum og neðst á skálmum þrengir að og ver betur gegn vindi og vatni. Frábær galli sem heldur krökkunum þurrum á blautum dögum á leikvellinum.·      

  • Vind- og vatnshelt efni
  • Áprentað endurskin
  • Teygja fremst á ermum
  • Innsiglaðir saumar
  • Vasar að framan fyrir gersemar
  • Stillanleg axlabönd á smekkbuxum
 

Gola regngalli fyrir börn

Klassískur regngalli sem hentar vel til útivistar og ævintýra í vætu. Hægt er að þrengja ermar um úlnlið og skálmar um ökkla og festa þær með frönskum rennilás. Einnig má þrengja eða víkka buxnastrenginn eftir þörfum. Fóðraður með léttu fóðri til þæginda.
 
Hettan er fest á jakkann með smellum og því auðvelt að taka hana af. Áfast endurskin er á framanverðum gallanum og á baki til að bæta öryggi í skammdeginu. Engin PFC-efni eru notuð í flíkina.
Þægileg og lipur regnföt sem henta vel fyrir duglega krakka sem elska að leika sér úti í rigningunni.

 
 

Þegar dagarnir eru orðnir svo langir og skemmtilegir að við getum bara ekki hætt að leika og kvöldin verða skemmtilegasti tíminn til að halda áfram að hoppa á trampolíninu. Þá er gott að eiga létta flíspeysu til að smella sér í þegar loksins er haldið heim á leið eða þegar kvöldið verður aðeins kaldara eftir hlýjan dag.

Við hjá Icewear erum með útifatnað á börn frá 2-10 ára sem henta vel fyrir íslenska sumarið, og auðvitað veturinn líka. Kíktu hér til að lesa meira um hlýju merino ullarnærfötin, þægilegar flísbuxur og flíspeysur. Við erum líka með pollaföt og regnföt fyrir blautu dagana og frábæra kuldagalla fyrir veturinn.